Blogg RSS

  Kæru viðskiptavinir,  Vegna Covid 19 vildi ég útlista nánar hvert verkferlið er við hvert steinverk.  1. Efniviðurinn er ávallt soðinn og þrifin með sápu og í sumum tilvikum þar sem hreinsa þarf lífrænt efni t.d. úr skel eða af rekavið notast ég við klórblöndu.  2. Vinnuaðstaðan mín er utan heimilis en ég byrja á því að sótthreinsa hendur og vinnustöð áður en ég hefst handa við sjálf verkin.  3. Vegna Covid 19 mun ég sótthreinsa rammann og glerið utan um verkið áður en ég geng frá verkinu í póst og geri svo ráð fyrir að Pósturinn sé með sína verkferla í...

Lesa meira

Breytingar, Fyrir og eftir, Make over, Vinnuaðstaðan, Vinnustofa -

Breytingin á vinnustofunni tók ögn meiri tíma en lagt var með í upphafi en eins og sagt er þá gerast góðir hægt.  Listagyðjan innra með mér er að springa úr gleði og innblæstri fyrir nýjum verkum og nýjum hugmyndum :)  Get því aftur tekið við pöntunum á vefsíðunni sindrandi.is einnig eru nokkur tilbúin verk til sölu á vefsíðunni.  Ef þið viljið fylgjast með þegar ný steinverk eða blogg eru sett inn á síðuna þá endilega skráið ykkur á póstlistann sem er neðst á forsíðunni.  Kær kveðja, Geirþrúður  Nýja aðstaðan er öll opnari og bjartari og betur skipulögð með meira geymslupláss.  EFTIR (Sjá...

Lesa meira

Biðlisti, Skipulagsbreytingar, Tækifærisgjöf, Vinnustofa -

Hæ hæ, eins og kom fram í síðasta bloggi þá er vinnustofan mín í gestahúsinu okkar og nú er svo komið að það þarf að gera breytingar til að þetta tvennt geti virkað saman.  Ég ákvað því að hefjast handa við að gera smá skipulagsbreytingar auk fegrunaraðgerða á litla sæta húsinu gestahúsinu til að það gangi allt saman vel upp.  Á meðan á þessu stendur get ég því miður ekki tekið að mér pantanir þar sem að allt hráefnið mitt er komið ofan í kassa og aðstaðan ekki fyrir hendi.  Vonandi mun þetta ekki taka langan tíma en ég mun...

Lesa meira

  Með nýju ári koma ný markmið, fyrir mig persónulega er það að setja heilsuna í efsta sætið því að eins og sagt er í leiðbeiningum í flugvélinni, þá þarftu fyrst að setja súrefnið á sjálfa þig áður en þú getur aðstoðað aðra!  Önnur markmið eru að halda áfram að þróa Sindrandi Handverk og taka þátt í fleiri mörkuðum, sinna áhugamáli mínu sem er ljósmyndun og skipuleggja vel vinnu við hús og garð í sumar.  Árið 2019 verður mér minnistætt fyrir margar sakir en sérstaklega fyrir framfarirnar sem handverkið mitt tók og móttökurnar sem það fékk í kjölfarið.  Það er með handverk...

Lesa meira

hægfara handverk, sjálfbærni, slow crafting, Slow design, Slow living, umhverfisvæn, Yarm -

  Á síðari hluta síðustu aldar, nánar tiltekið árið 1986 hóf Carlo Petrini upp raust sína gegn opnun McDonalds veitingastaðar í Róm en þessi viðburður er talin upphaf þess sem hefur verið nefnt Slow movement.   Ég sá hugtakið “slow design” fyrst í viðtali við Erlu Svövu Sigurðardóttur, eiganda Yarm, en hönnun hennar krafðist þess að hún ynni efnið í teppi og púða úr íslenskri ull frá grunni. Mér fannst þessi lýsing hennar geta átt við það sem ég var að gera með steinverkin mín og ákvað að kynna mér málið.    Kathryn Vercillo skrifar um hvernig hugtakið virkar fyrir handverk How...

Lesa meira