Halló Hafnarfjörður!

Hafnarfjörður, Halló, Litla Hönnunar Búðin, Samstarf, Þroskasaga -

Halló Hafnarfjörður!

Það er fátt leiðinlegra í lífinu en stöðnun og því best að forðast það í lengstu lög. 

Að því sögðu þá er gaman að segja frá því að steinverkin eru nú fáanleg í verslun með fallega sál, Litla Hönnunar Búðin í hinum fagra Hafnarfirði. 

Það fylgir því smá spenna að vera komin með handverkið okkar í verslun, svolítið fullorðins, en það gefur til kynna að Sindrandi Handverk sé að þroskast, sem er mikið gleðiefni. 

Við hlökkum til samstarfsins með Litlu Hönnunar Búðinni og vonum að það verði í senn farsælt, skemmtilegt og þroskandi fyrir okkur öll. 


Skildu eftir skilaboð