Ares RSS

Ares, dans, Fjaran, Fjölskylduportret, Glerbrot, Heimsspeki, Jafnvægi, labrador, Lífið við sjóinn, morgunstund, náttúran, veður -

Lífið við sjóinn er í raun magnaður dans við náttúruöflin, stundum er dansinn eins og brjálaður foxtrott en oftast er stigin einfaldur vals í góðum takti.  Veður geta verið válynd í firðinum, en þó aldrei þannig að verði vart við hræðslu, fremur aðdáun og virðing fyrir þessi afli sem stýrir lífi okkar meira en við þorum að viðurkenna.  Mér leiðist aldrei þessi dans, hann heldur mér við efnið og tengir mig við náttúruna, umhverfið og sjálfið, mín heilaga þrenning sem knýr mig áfram og veitir mér jafnvægi.  Morguninn er mín uppáhalds stund, að setjast niður við gluggann sem snýr út að firðinum...

Lesa meira