Blogg RSS

handverk, Handverk og hönnun, Ljósanótt, Ráðhús Reykavíkur, steinverk, Sýning -

      Sindrandi Handverk verður með í hinni árlegu Handverk & hönnun sýningu í Ráðhúsi Reykjavíkurborgar 21.-25. nóvember nk. :D  Það er dásamleg stemning og upplifun að sjá alla þessa sköpunargleði samankomna á einum stað.  Takið eftir að sýningin er í nóvember sem þýðir að jólin eru skammt undan og heimsókn á sýninguna frábær í jólaundirbúningnum og styðja um leið íslenskt handverks, - og hönnunarfólk.  Sjáumst í Ráðhúsinu! Bestu kveðjur, Geira     

Lesa meira

Ég er í skýjunum með hvernig til tókst um helgina. Eftir smá vandræði með þátttöku í handverkstjaldinu af óviðráðanlegum ástæðum,  fékk ég boð frá öndvegishjónunum í Veghúsum, Heiðu og Ingva að vera í bakhúsinu hjá þeim sem ég þáði með hjartans þökk.  Veðrið var ekki með Reykjanesbæjarbúum í liði á laugardeginum. En fólk lét það ekki á sig fá og kom veðurbarið með blautar kinnar, bros á vör og gust af jákvæðni inn um dyrnar.  Sérlegur aðstoðarmaður sýningarinnar var andinn í húsinu, en mörgum varð á orði hversu vel þeim leið á sýningunni sem mér þótti sérstaklega vænt um.  Það var ljóst...

Lesa meira

Hátíð, Ljósanótt, Reykjanesbær, steinverk, Sýning, Veghús -

Sæl öll. Ég verð með sýningu á laugardeginum 7. september í Veghúsum, einu af (h)eldri húsum bæjarins, Suðurgötu 9, hlutanum er snýr að Ránargötu.   Opnunartími er áætlaður frá kl.13 - 22 en ef það er hrikalega gaman og mikið fjör þá er tími teygjanlegt hugtak! Hlakka til að sjá alla og upplifa eina skemmtilegustu bæjarhátíðina á landinu :D Kv, Geirþrúður   Um hátíðina Ljósanótt er árleg bæjarhátíð í Reykjanesbæ og er alltaf haldin fyrstu helgina í september. Þar koma allir saman, bæjarbúar, brottfluttir, gestir og gangandi, ungir og aldnir til að kveðja sumarið. Boðið er upp á fjölbreyttar sýningar, tónleika og skemmtanir fyrir...

Lesa meira

Dásemdarbúðin, Litla Hönnunar Búðin, Samstarf -

Sindrandi Handverk þakkar kærlega samstarfið við Litlu Hönnunar Búðina En frá og með deginum í dag verða steinverkin ekki lengur til sölu í þeirri dásemdarverslun. Vefverslunin er auðvitað áfram opin og hægt að versla beint eða panta á www.sindrandi.is. 

Lesa meira

Herdísarvíkur - Surtla, hrútur, íslenska kindin, kindarlegar verur, kindur, tvílembd, ær, þrílembd -

Hver elskar ekki kindur?  Þær eru hluti af landslaginu þegar við ferðumst sveitirnar, jórtrandi við þjóðveginn með tvö til þrjú lömb sem hringsóla við ærnar eins og tunglið við jörðu.  Íslenska kindin er einstaklega dugleg og harðgerð, sumar jafnvel náð í sögubækurnar eins og hin alræmda Herdísarvíkur - Surtla   blessuð sé minning hennar :)  Kindurnar hafa verið hluti af Sindrandi Handverki frá upphafi, fyrsta steinverkið var einmitt af kindum sem fékk nafnið Ást í öræfum og fljótlega eftir það fylgdi verkið Kindarlegar   Í dag hefur kindarlegum verkum fjölgað og segja má að um steinverkslínu sé að ræða enda bæði skemmtilegt og (s) jarmerandi viðfangsefni. ...

Lesa meira