Um okkur

 Listakonan á bakvið steinverkin

  Ég er nefnd í höfuðið á langa langa ömmu minni því  sterklega nafni, Geirþrúður, er fædd í febrúar árið 1977 og uppalin á Suðurnesjum þar sem ég bjó lengst af eða þar til að ég flutti í Kjósina árið 2016 eftir fjögurra ára stopp í borginni.  

Hóf nám við Háskóla Íslands árið 2008 í sagnfræði auk diplóma í safna- og upplýsingafræði. 

 Það hefur alltaf búið listakona í mér en sveitasælan í Kjósinni var innblásturinn sem þurfti til að ég ákvað að hleypa henni út, breiða út vængina og sjá hvert það myndi bera mig. 

 Afhverju steinar?

  Listaverk með fjörusteina kom til vegna   þess að ég hef alltaf verið hrifin af  steinum  og eins og svo margir safnað steinum í hinum ýmsu ferðalögum og göngum bæði í fjalli og fjöru. 

  Með fulla vasa af grjóti enda nú búsett við fjöruborðið í Hvalfirði, hófst ég handa um vorið árið 2017 við að blása lífi í steinana mína  og eftir smá nokkrar tilraunir varð til fyrsta steinverkið mitt "Ást í Öræfum". Síðan þá hafa bæði verkin mín og aðferðir tekið breytingum og þróast og er ég spennt að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér. 

Kjósin okkar 

  Umhverfið í Kjósinni fyllir mann innblæstri og orku til ótrúlegustu verka. Veturinn 2016 fluttum við í Kjósina, alveg niður við Hvalfjörðinn sem gerði að verkum að ég fór reglulega að stunda fjörugöngur með hundinum okkar, Ares.
Fyrsta tækifærið til að koma steinverkunum á framfæri var með sýningu á Kaffi Kjós vorið 2018 sem hlaut mikið lof og hvatti mig til frekari verka. Má með sanni segja að frá upphafi hafi jákvæða orkan frá fyrstu sýningunni verið stöðugur innblástur í seglin sem stýrir Sindrandi Handverki í hverja höfn. 
 
Hörður Jónsson, hinn helmingur Sindrandi Handverks sá um hönnun og uppsetningu á fallegu vefsíðunni okkar, www.sindrandi.is sem fór í loftið árið 2019. Vefsíðunni er í senn ætlað að vera sýningarsíða á bæði eldri og núverandi verkum en einnig er hægt að versla verkin beint í gegnum vefverslun en innifalið er að fá steinverkið sent á næsta pósthús innanlands.   
 

Handverks, - og sölusýningar

     2019

 

     2018

 • Kaffi Kjós
 • Kátt í Kjós - markaður í Félagsgarði 
 • Aðventumarkaðurinn í Kjós
 • Mimos nuddstofa (sölusýning)
 • Punt & prent í Glæsibæ 

  Hvaðan kemur Sindrandi nafnið?

  Sindrandi nafnið er tilkomið vegna margbreytileika þess, en það getur lýst hita og kulda, dansandi loga eldsins og töfra frostsins. 

  Bestu lýsinguna á orðinu er að finna á http://fegurstaordid.hi.is/ordin-30/

      " Orðið er svo tært og tilgerðarlaust. Það felur í sér töfraheim Íslands; frostbrakandi vetrarstillur, dansandi næturljós, morgundögg í fjallakyrrð, merlandi sjóndeildarhring við sólsetur… svo fátt eitt sé nefnt."

  Bestu þakkir fyrir að fylgjast með okkur og vonum við að Sindrandi Handverk haldi áfram að dafna með ykkar aðstoð. 

  Geirþrúður Ósk Geirsdóttir (Geira) og Hörður Jónsson