Um okkur

 Upphafið

Sindrandi Handverk má rekja aftur til ársins 2015 þegar Geirþrúður hófst handa við að gera nokkrar jólagjafir handa vinum og ættingjum.

Í nóvember árið 2016 flutti fjölskyldan í Kjósina en í fyrstu fól handverkið aðallega í sér að skreyta kerti. Kertaskreytingum var alfarið hætt haustið 2018.

Vorið 2018 hóf Geirþrúður að vinna með steina úr fjörunni til að skapa skemmtileg verk sem hún kallar steinverk, en slík verk eru þekkt víða erlendis sem pebble art. 

Fljótlega var ljóst að áhugi var fyrir steinverkum og ákveðið í framhaldinu að setja upp Facebook síðu

Það var alltaf á teikniborðinu að setja upp vefsíðu til að koma steinverkunum betur á framfæri og hóf Hörður, hinn helmingurinn af Sindrandi að setja ferlið af stað.

Árið 2019 ákváðum við loks að setja vefsíðu í loftið sem vonandi bætir bæði upplifun og aðgengi að steinverkunum okkar, beint frá býli (fjöru).

Handverks, - og sölusýningar

    Þátttaka árið 2018
  • Kaffi Kjós
  • Kátt í Kjós - markaður í Félagsgarði 
  • Aðventumarkaðurinn í Kjós
  • Mimos nuddstofa (sölusýning)
  • Punt & prent í Glæsibæ 

     Þátttaka árið 2019 

Hvaðan kemur nafnið Sindrandi?

Sindrandi kom til vegna möguleika hugtaksins til þess að lýsa hita og kulda, dansandi loga eldsins og töfra frostsins, en einnig vegna hrynjanda orðsins.

Bestu lýsinguna á orðinu er að finna á http://fegurstaordid.hi.is/ordin-30/

    " Orðið er svo tært og tilgerðarlaust. Það felur í sér töfraheim Íslands; frostbrakandi vetrarstillur, dansandi næturljós, morgundögg í fjallakyrrð, merlandi sjóndeildarhring við sólsetur… svo fátt eitt sé nefnt."

Bestu þakkir fyrir að fylgjast með okkur og vonum að Sindrandi Handverki haldi áfram að dafna og þróast með ykkar aðstoð. 

Geirþrúður og Hörður